Logn barnapeysa er falleg barnpeysa með einföldu gatamynstri. Peysan er prjónuð að ofan frá og niður svo ekkert þarf að sauma saman. Þú byrjar sem sagt að prjóna stroff í hálsmáli, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Peysan er prjónuð með gatamynstri frá toppi berustykkis alla leið niður. Allt stroff í peysunni er 1x1 stroff.
Stærðir: 6-12 mán (1 árs) 2 ára (3-4 ára) 5-6 ára (7-8 ára) 9-10 ára (11-12 ára)
Ummál: 55 (58) 63 (66) 72 (76) 82 (87)
Lengd: 29 (34) 37 (38) 42 (46) 50 (55)
Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 4.
Prjónar: 4 mm og 3.5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar og sokkaprjónar fyrir ermar.
Tillaga að garni: 150 (150) 200 (250) (250) 300 (350) (400)g Semilla frá BC garn (50g = 160m)