Þessi uppskrift er á íslensku.
Húfan Kul er einföld & klassísk húfa sem hentar öllum!
Húfan er prjónuð í hring með 1x1 stroffi. Í lokin er fjórföld úrtaka.
Stærðir: 6-12 mán (1 árs) 2-3 ára (4-6 ára) 7-9 ára (10-12 ára) S/M (M/L)
Ummál: 45 (45) 47 (49) 51 (54) 56 (60) cm
Lengd: 22 (25) 27 (29) 29 (32) 37 (38) cm
Prjónfesta: 18 lykkjur x 32 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 4
Prjónar: 4 mm , 40 cm hringprjónar eða sokkaprjónar.
Tillaga að garni:
#1: 1 þráður 50 (50) 50 (50) 50 (50) 100 (100) g Baby Panda frá Rauma Garn (50g = 175m) saman með 1 þráður 25 (25) 25 (25) 25 (25) 25 (25) g Plum frá Rauma Garn (25g = 250m)
#2: 1 þráður 50 (50) 50 (50) 100 (100) 100 (100) g Lerke frá Dale Garn (50g = 115m) saman með 1 þráður 25 (25) 25 (25) 25 (25) 25 (25) g Tynn Silk Mohair frá Sandnes Garn (25g = 212m)
Erfiðleikastig: 1 af 5.
Húfurnar á myndinni eru prjónaðar úr Baby Panda (70 - brun) & Plum (33 - brun) og Baby Panda (62 - rosa) & Plum (704 - mörk gammelrosa)
Uppskriftin sendist á PDF-formi í tölvupósti.