Þessi uppskrift er á íslensku.
Hrísla vettlingar eru klassískir lopavettlingar, prjónaðir úr tvöföldum plötulopa. Vettlingarnir eru prjónaðir neðan frá og upp og eru báðir vettlingarnir prjónaðir eins, svo ekki skiptir máli hvort verið sé að gera hægri eða vinstri vettling. Hrikalega hlýir og góðir!
Stærðir: S-M (L-XL)
Prjónfesta: 16 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni á 4.50mm prjóna
Prjónar: 4.50mm og 3.50mm sokkaprjónar.
Tillaga að garni:
#1: 2 þræðir 50 (100) g Plötulopi frá Ístex (100g = 300m)
Uppskriftin sendist á PDF-formi í tölvupósti.
Hönnuður: Jóhanna Bríet Helgadóttir
email: johannabriet@hotmail.com
IG: @knitbybriet