Gustur vettlingar
Gustur vettlingar
Gustur vettlingar
Gustur vettlingar
Gustur vettlingar

Bello Knit

Gustur vettlingar

Regular price 750 kr
Unit price  per 

Þessi uppskrift er á íslensku.

Gustur vettlingar eru sígildir vettlingar sem falla vel að eigandanum. Vettlingarnir eru prjónaðir að neðan frá og upp í tvöföldu perluprjóni. Báðir vettlingarnir eru prjónaðir eins svo ekki skiptir máli hvort verið sé að prjóna hægri eða vinstri vettling. Vettlingarnir er prjónaðir með tvöföldu perluprjóni en þumallinn er prjónaður í sléttu prjóni. Stroffið er 1x1 stroff. 

Stærðir & mál

Gustur vettlingar eru hannaðir þannig að þeir falli vel að lófanum.

Stærðirnar S (M) L (XL)  eru hannaðar til að passa fyrir ummál 17-18 (19-20) 21-22 (23-24) cm, mælt yfir breiðasta part handarinnar.

Stærðir:                   S (M) L (XL)

Heildarlengd:       25.5 (27) 29 (31) cm

Prjónfesta:             18 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á 4.50mm prjóna

Prjónar:                   4.50 mm & 4.00mm,  hringprjónar (Magic Loop aðferðin).

Tillaga að garni:   #1: 2 þræðir 100 (100) 150 (150) g Tumi frá Rauma Garn (50g = 130m),

prjónaðir saman

Annað:                     Prjónamerki

Erfiðleikastig:                2 af 5.

Hentar vel byrjendum í prjóni sem vilja prufa mynsturprjón! 

 

Vetlingarnir á myndinni er prjónaðir úr tvöföldum Tumi (2288- grábrúnn).

Uppskriftin sendist á PDF-formi í tölvupósti.

Myndbönd notuð í þessari uppskrift: