Rok peysa er víð peysa með stórum rúllukraga. Peysan er prjónuð að ofan frá & niður, fyrst fram og til baka, síðan í hring. Mynstrið í peysunni er prjónað í klukkuprjóni en stroffið í 1x1 stroffprjóni.
Fyrst er hálft bakstykkið prjónað fram & til baka, frá hnakka að handarkrika. Því næst eru teknar upp lykkjur sitt hvoru megin við háls, hálsmálið mótað & hálft efra framstykki prjónað fram & til baka, að handarkrika. Því næst er búkurinn sameinaður og prjónaður í hring. Lykkjur eru teknar upp fyrir ermum, prjónað í hring frá handarkrika að úlnlið. Að lokum eru teknar upp lykkjur fyrir rúllukraga. Ekkert þarf að sauma saman.
Stærðir & mál
Peysan Rok er hönnuð með það í huga að hafa um 20 cm slaka. Ummálið er gefið upp sem ummál peysunnar, því mætti segja að ef þú mælir ummálið þitt yfir brjóstkassann 95 cm skaltu prjóna stærð M (114 cm). Peysan er hönnuð sem víð peysa með stórum rúllukraga.
Stærðirnar XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL eru hannaðar til að passa fyrir brjóstmál 80-86 (86-93) 94-100 (101-109) 110-115 (116-125) 125-133 cm
Stærðir:XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL
Ummál peysu:103 (109) 114 (126) 131 (137) 148 cm
Lengd peysu:51 (53) 55 (56) 58 (60) 61 cm
Prjónfesta:14 lykkjur x 36 umferðir = 10 x 10 cm í klukkuprjóni á 4.5 mm prjóna (Vinsamlegast athugið að 36 umferðir í klukkuprjóni eru taldar sem 18 umf slétt prjón) 20 lykkjur x 24 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á 4.5 mm prjóna
Prjónar:4.5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar og sokkaprjónar.