Logn barnagolla
Logn barnagolla

Bello Knit

Logn barnagolla

Regular price 1.050 kr
Unit price  per 

Þessi uppskrift er á íslensku.

Logn barnagolla er falleg golla með einföldu gatamynstri. Gollan er prjónuð að ofan frá og niður, fram og til baka,  svo ekkert þarf að sauma saman. Þú byrjar sem sagt að prjóna stroff í hálsmáli, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Gollan er prjónuð með gatamynstri frá toppi berustykkis alla leið niður. Allt stroff í peysunni er 1x1 stroff. 

Stærðir:                    6-12 mán (1 árs) 2 ára (3-4 ára) 5-6 ára (7-8 ára) 9-10 ára (11-12 ára)

Ummál:                    55 (58) 63 (66) 72 (76) 82 (87)

Lengd:                      29 (34) 37 (38) 42 (46) 50 (55)  

Prjónfesta:               22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr. 4.

Prjónar:                    4 mm og 3.5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar og sokkaprjónar fyrir ermar.

Tillaga að garni:     150 (150) 200 (200) 250 (350) 400 (400) g Semilla frá BC garn (50g = 160m)

eða

                                    150 (200) 200 (250) 250 (350) 400 (400) g Lerke frá Dale (50g = 115m)

Erfiðleikastig:                3 af 5.

Peysan á myndinni eru prjónuð úr Duo frá Sandnes Garn (2652 - Ljósgrábrúnn).

Uppskriftin sendist á PDF-formi í tölvupósti.

Myndbönd notuð í þessari uppskrift: