Peysan Gola er hönnuð sem stutt peysa með látlausum blöðruermum. Hún er prjónuð að ofan frá og niður, svo ekkert þarf að sauma saman. Einnig er notast við stuttar umferðir í hálsmáli sem eru prjónaðar fram og til baka. Þú byrjar sem sagt að prjóna stroff í hálsmáli, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Peysan er prjónuð slétt með laskaútaukningum. Allt stroff í peysunni er 2x2 stroff.
Stærðir & mál
Peysan Gola er hönnuð með það í huga að hafa u.þ.b. 5-10 cm slaka. Ummálið er gefið upp sem ummál peysunnar. Því mætti segja að ef þú mælir ummálið þitt yfir brjóstkassann 90 cm skaltu prjóna stærð S (100 cm). Peysan er hönnuð sem stutt peysa með passlega víðum ermum.
Stærðirnar XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL eru hannaðar til að passa fyrir brjóstmál 85-90 (90-95) 95-100 (100-110) 110-115 (115-125) 125-132 cm
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL
Ummál: 96 (100) 104 (113) 120 (129) 136
Lengd: 45 (46) 46 (47) 47 (48) 48
Prjónfesta: 18 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr 4.5
Prjónar: 4.5 mm, 3.5 mm og 5 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar.
Tillaga að garni:
#1: 1 þráður 250 (250) 300 (350) 350 (400) 400 g Mini Alpakka frá Sandnes Garn (50g = 150m) saman með 1 þráður 100 (100) 100 (125) 125 (125) 125 g Tynn Silk Mohair frá Sandnes Garn (25g = 212m)
Erfiðleikastig: 2 af 5.
Hentar vel byrjendum í prjóni sem vilja skora á sig!
Peysan á myndinni eru prjónuð úr Mini Alpakka (4642 - fjólublár) & Tynn Silk Mohair (3511 - fölbleikur).