Blik dömupeysa er klassísk dömupeysa með víðu hálsmáli, sem hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Peysan er prjónuð að ofan frá og niður, ekkert þarf að sauma saman. Þú byrjar sem sagt að prjóna hálskantinn, síðan berustykkið, svo bolinn og að lokum ermarnar. Peysan er prjónuð í sléttu prjóni frá toppi berustykkis alla leið niður bolinn. Peysan er með víðu hálsmáli & fallegum blöðruermum.
Stærðir & mál
Blik dömupeysa er hönnuð með það í huga að hafa u.þ.b. 7-10 cm slaka, sem þýðir að ummál peysunnar ætti að vera um 7-10 cm stærri en þitt ummál. Ummálið er gefið upp sem ummál peysunnar. Því mætti segja að ef þú mælir ummálið yfir brjóstkassann 104 cm skaltu prjóna stærð L (113 cm).
Stærðirnar XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL eru hannaðar til að passa fyrir brjóstmál 85-90 (90-95) 95-100 (100-105) 105-115 (115-120) 125-130 cm.
Stærðir:XS (S) M (L) XL (2XL) 3XL
Ummál:96 (100) 105 (113) 120 (127) 136 cm
Lengd:50 (50) 53 (56) 59 (62) 66 cm
Prjónfesta:13 lykkjur x 22 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni á 7 mm prjóna
Prjónar:7 mm og 6 mm, 40, 80 og/eða 100 cm hringprjónar.
Tillaga að garni:#1: 1 þráður 300 (300) 350 (350) 400 (450) 500 g Puno frá Rauma Garn (50g = 110m)
Erfiðleikastig: 1 af 5.
Mjög byrjendavæn uppskrift.
Peysan á myndinni er prjónuð úr Puno (1315 - Sand).